Fara beint í efnið

Prentað þann 22. nóv. 2024

Breytingareglugerð

660/2024

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 633/2021 um starfsstöðvar undanskildar gildissviði viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir skv. 14. gr. a laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.

1. gr.

Heiti reglugerðarinnar breytist og verður eftirfarandi:

Reglugerð um starfsstöðvar undanskildar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir skv. 20. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

2. gr.

Í stað orðanna "skv. 14. gr. a laga um loftslagsmál" í 1. gr. reglugerðarinnar kemur: skv. 20. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

3. gr.

Í stað orðanna "skv. 14. gr. a laga um loftslagsmál" í 2. gr. reglugerðarinnar kemur: skv. 20. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "4. tölul. 3. gr. laga um loftslagsmál" í 1. tölul. kemur: 2. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  2. Orðin "í andrúmsloftið" í 3. tölul. falla brott.
  3. Í stað orðanna "þar sem fram fer starfsemi sem heyrir undir I. viðauka laga um loftslagsmál" í 4. tölul. kemur: sem fellur undir gildissvið laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, sbr. I. viðauka þeirra laga.
  4. Í stað orðanna "við lög um loftslagsmál" í 5. tölul. kemur: laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

5. gr.

1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Umhverfisstofnun er lögbært stjórnvald vegna viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir. Stofnuninni ber að tryggja að kröfur og skilyrði sem gilda um starfsstöðvar sem undanskildar hafa verið viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir séu í samræmi við ákvæði laga og reglugerða þar að lútandi og tekur ákvarðanir er varða vöktun og skýrslugjöf eftir því sem kveðið er á um í reglugerð þessari.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "skv. 14. gr. a laga um loftslagsmál" í fyrri málsl. kemur: skv. 20. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  2. Í stað orðanna "1. mgr. 14. gr. a. sömu laga" í síðari málsl. kemur: 1. mgr. 20. gr. sömu laga.

7. gr.

Í stað orðanna "14. gr. a laga um loftslagsmál" í 3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur: 20. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

8. gr.

Í stað orðanna "4. mgr." í 1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemur: 3. mgr.

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "14. gr. a laga um loftslagsmál" í 1. mgr. kemur: 20. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  2. Í stað orðanna "14. gr. a laga um loftslagsmál" í 3. mgr. kemur: 20. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  3. Í stað orðanna "8. gr. laga um loftslagsmál" í 3. mgr. kemur: 9. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

10. gr.

Í stað orðanna "14. gr. a laga um loftslagsmál" í 10. gr. reglugerðarinnar kemur: 20. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

11. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "laga um loftslagsmál" kemur: laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  2. Í stað orðanna "4. mgr." kemur: 3. mgr.

12. gr.

Í stað orðanna "38. gr. laga um loftslagsmál" í 13. gr. reglugerðarinnar kemur: 25. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

13. gr.

Í stað orðanna "XII. kafla laga um loftslagsmál" í 14. gr. reglugerðarinnar kemur: VIII. kafla laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

14. gr.

Í stað orðanna "XIII. kafla laga um loftslagsmál" í 15. gr. reglugerðarinnar kemur: X. kafla laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

15. gr.

Í stað orðanna "14. gr. a laga nr. 70/2012 um loftslagsmál" í 17. gr. reglugerðarinnar kemur: 20. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

16. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 7. mgr. 20. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og öðlast gildi við birtingu.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 23. maí 2024.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.