Fara beint í efnið

Prentað þann 28. des. 2024

Breytingareglugerð

626/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 858/2014 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla.

1. gr.

Við 5. gr. reglugerðar nr. 858/2014 bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1889 frá 23. júlí 2021 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 95/93 að því er varðar rýmkun ráðstafana með tilliti til tímabundinnar tilslökunar á reglum um nýtingu afgreiðslutíma vegna COVID-19 hættuástandsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2022, frá 4. febrúar 2022, eins og hún birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 18, frá 17. mars 2022, bls. 356-358.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/255 frá 15. desember 2021 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 95/93 að því er varðar rýmkun ráðstafana með tilliti til tímabundinnar tilslökunar á reglum um nýtingu afgreiðslutíma vegna COVID-19 hættuástandsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2022, frá 18. mars 2022 eins og hún birtist í EES-viðbæti nr. 26, frá 21. apríl 2022, bls. 352-354.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 57. gr. c, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 30. maí 2022.

F. h. r.

Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Eggert Ólafsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.