Prentað þann 22. nóv. 2024
581/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 380/2013 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja.
1. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætast nýir töluliðir svohljóðandi:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/897 frá 12. mars 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar að fella inn í I. viðauka áhættumiðaða sannprófun á því að tilskildar kröfur hafi verið uppfylltar og framkvæma kröfur um umhverfisvernd.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/570 frá 28. janúar 2020 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar samræmingu á reglum um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs við reglugerð (ESB) nr. 1321/2014.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1088 frá 7. apríl 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar uppfærslu tilvísana í kröfur um umhverfisvernd.
2. gr.
Reglugerðir (ESB) 2019/897, (ESB) 2020/570 og (ESB) 2021/1088, sem nefndar eru í 1. gr., eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 5. maí 2022.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.