Prentað þann 22. nóv. 2024
553/2022
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 323/2022 um heimild færeyskra skipa til síldveiða við Ísland á árinu 2022.
1. gr.
1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Fiskiskipum sem leyfi hafa fengið til veiða í efnahagslögsögu Íslands skv. 2. gr., er skylt að halda afladagbækur sem uppfylla ákvæði í kafla III og viðauka IV í reglum Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Senda skal Fiskistofu staðfestar löndunartölur sundurliðaðar eftir tegundum þegar að löndun lokinni.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 9. gr. laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 25. apríl 2022.
Svandís Svavarsdóttir.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.