Prentað þann 25. nóv. 2024
523/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð um talningu atkvæða, nr. 431/2022.
1. gr.
Á eftir 2. málslið 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar koma tveir nýir málsliðir svohljóðandi:
Jafnframt er heimilt að auglýsa hana víðar, svo sem í staðarblöðum eða öðrum fjölmiðlum. Fyrir sveitarstjórnarkosningar er yfirkjörstjórn þó heimilt að auglýsa talninguna eingöngu á vef sveitarfélags.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. 4. mgr. 99. gr. kosningalaga nr. 112/2021, að fengnum tillögum landskjörstjórnar, og tekur þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 3. maí 2022.
F. h. r.
Haukur Guðmundsson.
Bryndís Helgadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.