Prentað þann 4. des. 2024
Stofnreglugerð
492/2024
Reglugerð um brottfall reglugerða á sviði lyfja og lækningatækja.
1. gr.
Eftirtalin reglugerð á sviði lyfjamála fellur brott:
- Reglugerð nr. 412/2012 um álagningu dagsekta sem Lyfjastofnun ákveður.
2. gr.
Eftirtaldar reglugerðir á sviði lækningatækja falla brott:
- Reglugerð nr. 320/2011 um virk, ígræðanleg lækningatæki.
- Reglugerð nr. 934/2010 um lækningatæki.
- Reglugerð nr. 936/2011 um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi.
3. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 109. gr. lyfjalaga, nr. 100/2020 og 48. gr. laga um lækningatæki nr. 132/2020, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 4. apríl 2024.
Willum Þór Þórsson.
Ásthildur Knútsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.