Prentað þann 22. nóv. 2024
470/2021
Reglugerð um viðmiðunarmörk vegna niðurgreiðslna dreifingarkostnaðar rafmagns í dreifbýli til almennra notenda.
1. gr. Viðmiðunarmörk og fjárhæð niðurgreiðslna dreifingarkostnaðar.
Viðmiðunarmörk vegna niðurgreiðslna dreifingarkostnaðar skv. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 98/2004, um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda, skulu vera jöfn hæsta meðalkostnaði við dreifingu á forgangsorku í þéttbýli.
Til almennra notenda teljast ekki notendur sem á ársgrundvelli nota meira er 14 GWh með 7000 stunda nýtingartíma, samningsbundið til að minnsta kosti þriggja ára og kaupa á 11 kV spennu eða hærri, enda sé boðið upp á taxta fyrir umrædda notendur sem er ekki hærri en í þéttbýli hjá viðkomandi dreifiveitu.
Meðalkostnaður við dreifingu raforku til almennra notenda á svæðum þar sem heimiluð hefur verið dreifbýlisgjaldskrá, skv. 5. mgr. 17. gr. raforkulaga, sem er umfram viðmiðunarmörk, skal greiddur niður allt að þeim mörkum. Til ráðstöfunar í þessu skyni eru þeir fjármunir sem ákveðnir hafa verið í fjárlögum til niðurgreiðslna, að teknu tilliti til ákvæða 2. gr. þessarar reglugerðar. Jafnframt dregst frá ráðstöfunarfénu kostnaður við umsýslu Orkustofnunar samkvæmt áætlun sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherraráðherra hefur staðfest. Fé því sem þá er til ráðstöfunar til niðurgreiðslna skal skipt hlutfallslega þannig á milli veitusvæða að meðalkostnaður umfram viðmiðunarmörkin lækki í sama hlutfalli alls staðar.
2. gr. Framkvæmd niðurgreiðslna.
Dreifiveitur, sem fengið hafa leyfi fyrir sérstakri dreifbýlisgjaldskrá skv. 5. mgr. 17. gr. raforkulaga nr. 65/2003, skulu fyrir 15. febrúar ár hvert senda Orkustofnun upplýsingar um fjölda kWst. sem áætlað er að dreift verði á viðkomandi svæði til almennra notenda á árinu, ásamt tekjum, sundurliðað í orkugjöld, aflgjöld og föst gjöld. Orkustofnun reiknar út hlutdeild viðkomandi svæðis og tilkynnirhvað atvinnuvega-dreifbýlisframlagið verður í kr./kWst. fyrir hvora dreifiveitu fyrir sig.
Fyrir 30. hvers mánaðar skulu viðkomandi dreifiveitur senda ráðuneytinu reikninga vegna niðurgreiðslu dreifingarkostnaðar rafmagns í dreifbýli til almennra notenda fyrir næstliðinn mánuð. Reikningunum skulu fylgja upplýsingar um fjölda kWst. sem dreift var á viðkomandi svæði í mánuðinum, ásamt tekjum, sundurliðað í orkugjöld, aflgjöld og nýsköpunarráðuneytiföst semgjöld. Ráðuneytið yfirfer reikninga og greiðir dreifiveitunumniðurgreiðslu þeirrafyrir hlutviðkomandi niðurgreiðslufjárinsmánuð þanninnan 1.fimm febrúar,vikna 1.frá maí,því 1.að ágústreikningur ogberst 1.frá nóvemberviðkomandi dreifiveitu.
Fyrir 31. júlí ár hvert skulu viðkomandi dreifiveitur senda Orkustofnun samanburð á áætlunum sínum og rauntölum fyrir fyrri helming ársins, ásamt endurskoðaðri áætlun fyrir seinni helming ársins, ef við á. Orkustofnun sendir ráðuneytinu greinargerð um stöðu mála miðað við 1. júlí hvers árs.
Fyrir 30. hvers mánaðar skulu viðkomandi dreifiveitur senda Orkustofnun yfirlit vegna niðurgreiðslu dreifingarkostnaðar rafmagns í dreifbýli til almennra notenda fyrir næstliðinn mánuð. Yfirlitinu skulu fylgja upplýsingar um fjölda kWst. sem dreift var á viðkomandi svæði í mánuðinum, ásamt tekjum, sundurliðað í orkugjöld, aflgjöld og föst gjöld. Orkustofnun sannreynir gögn dreifiveitnanna og tilkynnir ráðuneytinu ef breyta þarf dreifbýlisframlaginu.
3. gr. Umsýsla niðurgreiðslufjár.
Framlag það sem dreifiveita fær til lækkunar dreifingarkostnaðar notenda er ekki eign viðkomandi dreifiveitu. Dreifiveita hefur umsýslu með fénu og ber að nota framlagið til þess að lækka dreifingarkostnað til almennra notenda á viðkomandi dreifiveitusvæði í hlutfalli við raforkunotkun hvers notanda. Notendur skulu fá upplýsingar um hve mikið framlagið lækkar dreifikostnað í prósentum, eða í krónu á verðeiningu, eftir því sem við á.
4. gr. Úrræði Orkustofnunar.
Fari dreifiveitur ekki að ákvæðum reglugerðar þessarar getur Orkustofnun krafist þess að úr verði bætt að viðlögðum dagsektum. Dagsektir geta numið 10-500 þús. kr. á dag. Við ákvörðun dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu eða brots. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynnt bréflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að. Ákvarðanir um að leggja á dagsektir eru aðfararhæfar, svo og sakarkostnaður. Innheimtar dagsektir renna til ríkissjóðs að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Fari leyfishafi ekki að tilmælum Orkustofnunar skal hún veita ráðherra upplýsingar um málið.
5. gr. Gildistaka og reglugerðarheimild.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. gr. laga nr. 98/2004 og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 678/2018, um viðmiðunarmörk vegna niðurgreiðslna dreifingarkostnaðar rafmagns í dreifbýli, með síðari breytingum.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. apríl 2021.
F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
Ingvi Már Pálsson.
Hreinn Hrafnkelsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.