Prentað þann 24. nóv. 2024
427/2020
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 277/2020, um veiðar á makríl 2020.
1. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 11. gr. reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2019/2020 er ekki heimilt að framselja makríl sem fluttur hefur verið úr B flokki yfir í A flokk.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 6. maí 2020.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Erna Jónsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.