Prentað þann 4. des. 2024
395/2024
Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 148/2007 um sölu heyrnartækja.
1. gr.
Reglugerð nr. 148/2007, um sölu heyrnartækja, er felld úr gildi.
2. gr.
Aðilar sem hlotið hafa rekstrarleyfi samkvæmt reglugerð nr. 148/2007, um sölu heyrnartækja, teljast hafa hlotið staðfestingu landlæknis, samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr. 786/2007, um eftirlit með rekstri heilbrigðisþjónustu og faglegar lágmarkskröfur. Fer framvegis um réttarstöðu þeirra samkvæmt reglugerð nr. 786/2007 við veitingu heilbrigðisþjónustu og faglegar lágmarkskröfur.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 7. og 8. gr. laga um Heyrnar- og talmeinastöð, nr. 42/2007, 24. gr., 5. mgr. 26. gr. og 38. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og 1. mgr. 6. gr. og 3. mgr. 7. gr. laga um landlækni, nr. 41/2007, öðlast gildi 15. apríl 2024.
Heilbrigðisráðuneytinu, 7. mars 2024.
Willum Þór Þórsson.
Guðlaug Einarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.