Fara beint í efnið

Prentað þann 28. des. 2024

Breytingareglugerð

373/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 858/2014 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla.

1. gr.

Við 5. gr. reglugerðar nr. 858/2014 bætast eftirfarandi liðir:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1477 frá 14. október 2020 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 95/93 að því er varðar tímabundna framlengingu á sérstökum neyðarráðstöfunum til að bregðast við afleiðingum COVID-19 heimsfaraldursins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 176/2020, frá 30. október 2020, eins og hún birtist í EES-viðbæti nr. 19, 2021, bls. 38.
  2. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/250 frá 16. febrúar 2021 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 95/93 að því er varðar tímabundna tilslökun á reglum um nýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum í Sambandinu vegna COVID-19 heimsfaraldursins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 90/2021, frá 3. mars 2021.

2. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/250, sem nefnd er í 1. gr., er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 1. mgr. 57. gr. c, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 6. apríl 2021.

F. h. r.

Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Valgerður B. Eggertsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.