Fara beint í efnið

Prentað þann 23. nóv. 2024

Breytingareglugerð

321/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð um starfsemi slökkviliða nr. 747/2018.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein ásamt fyrirsögn, sem verður 22. gr. og breytist röð annarra greina samkvæmt því:

Einkennisfatnaður slökkviliðsmanna.

Slökkviliðsmenn skulu að jafnaði ganga í einkennisfatnaði við störf sín. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um einkennisfatnað slökkviliða að fenginni umsögn Félags slökkviliðsstjóra.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka við reglugerðina:

  1. Orðin ":1998" í 1. mgr. falla brott.
  2. Á eftir 4. mgr. bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    ÍST EN 14710-1 Slökkvidælur - Miðflóttaaflsdælur án sogdælubúnaðar - 1. hluti: Flokkun, almennar kröfur og öryggiskröfur (Fire-fighting pumps - Fire-fighting centrifugal pumps without primer - Part 1: Classification, general and safety requirements).
    ÍST EN 14710-2 Slökkvidælur - Miðflóttaaflsdælur án sogdælubúnaðar - 2. hluti: Sannprófun á almennum kröfum og öryggiskröfum (Fire-fighting pumps - Fire-fighting centrifugal pumps without primer - Part 2: Verification of general and safety requirements).
  3. Orðin ":2007" í 20. mgr. (nú 18. mgr.) falla brott.
  4. Fyrirsögn viðaukans verður: Búnaður slökkviliða skal að lágmarki uppfylla ákvæði nýjustu útgáfu eftirtalinna staðla.

3. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 17. og 39. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir, öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 13. mars 2023.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.