Prentað þann 24. nóv. 2024
225/2016
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 115/2006, um þorskfisknet.
1. gr.
2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Á Breiðafirði eru allar þorsfisknetaveiðar bannaðar innan línu, sem dregin er frá Selskeri (austan Sigluness á Barðaströnd) 65°26,85´ N - 23°38,45´ V um Selsker sunnan fjarðarins í Eyrarfjall 65°00,00´ N - 23°12,00´ V.
2. gr.
1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Allar niðurstöður skulu greinilega merktar umdæmisnúmerum eða skipaskrárnúmerum þeirra skipa sem nota þær. Merki þessi skulu vera soðin á niðurstöðurnar.
Netabaujur skulu vera á báðum endum netatrossu og allar merktar með flaggi, sem komið er fyrir efst á baujustönginni. Á flaggið skal mála umdæmisnúmer eða skipaskrárnúmer þess skips sem notar netin. Auk þessa er heimilt að auðkenna flaggið með kallmerki skipsins. Auk þessa skulu allir belgir merktir með umdæmisnúmerum eða skipaskrárnúmerum þess skips sem notar þá. Merkingar á baujuflöggum og belgjum skulu vera greinilegar og skulu stafir stórir og skýrir.
3. gr.
8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Týni skip þorskfisknetum í sjó, ber skipstjóra að slæða þau upp. Takist það ekki skal hann tilkynna það Landhelgisgæslunni og Fiskistofu og skýra frá staðsetningu netanna, eins nákvæmlega og unnt er.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. mars 2016.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Jóhann Guðmundsson.
Baldur P. Erlingsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.