Fara beint í efnið

Prentað þann 22. nóv. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 10. júní 2021

155/2018

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 980/2015 um meðferð varnarefna.

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða I í reglugerðinni orðist svo:

Þrátt fyrir ákvæði 5. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar er heimilt að endurnýja notendaleyfi án þess að viðkomandi hafi aflað sér viðeigandi endurmenntunar, til 31. desember 2021.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 15. tölul. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 9. febrúar 2018.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.