Fara beint í efnið

Prentað þann 23. nóv. 2024

Breytingareglugerð

45/2018

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 834/2017 um vöktun, vottun og skýrslugjöf vegna losunar koldíoxíðs frá sjóflutningum.

1. gr.

Tvær nýjar gerðir bætast við 2. gr. reglugerðarinnar, svohljóðandi:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2072 frá 22. september 2016 um sannprófunarstörf og faggildingu sannprófenda samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum, sem vísað er til í tölulið 21awa, III. kafla í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2017 frá 27. október 2017 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. og XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 16. nóvember 2017, bls. 634-653.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1927 frá 4. nóvember 2016 um sniðmát fyrir vöktunaráætlanir, losunarskýrslur og samræmingarskjöl samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum, sem vísað er til í tölulið 21awb, III. kafla í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2017 frá 27. október 2017 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. og XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 16. nóvember 2017, bls. 654-674.

2. gr. Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2072 frá 22. september 2016 um sannprófunarstörf og faggildingu sannprófenda samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum sem vísað er til í tölulið 21awa, III. kafla í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2017, frá 27. október 2017.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1927 frá 4. nóvember 2016 um sniðmát fyrir vöktunaráætlanir, losunarskýrslur og samræmingarskjöl samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum, sem vísað er til í tölulið 21awb, III. kafla í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2017, frá 27. október 2017.

3. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 21. gr. a laga nr. 70/2012 um loftslagsmál með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 5. janúar 2018.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.