Fara beint í efnið

Prentað þann 24. nóv. 2024

Breytingareglugerð

35/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1470/2023, um innheimtu þinggjalda á árinu 2024.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Þrátt fyrir almenn ákvæði reglugerðar þessarar um skyldu til fyrirframgreiðslu, innan mánaðar frá gjalddaga, sbr. ákvæði 4. gr., er heimilt, sbr. 5. gr., að lækka eða fella niður fyrirframgreiðslu tekjuskatts, samkvæmt lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, upp í álagningu 2024, án tillits til þeirra skilyrða sem sett eru í 6. gr., hjá þeim sem hafa orðið fyrir röskun á starfsemi sinni í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara. Ákvæði þetta á ekki við um fyrirframgreiðslu sérstaks fjársýsluskatts og sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í c-lið 13. gr. laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl., nr. 102/2023, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 17. janúar 2024.

F. h. r.

Helga Jónsdóttir.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.