Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Ábyrgðar- og umsjónaraðilar sjúkraskráa skulu hafa virkt eftirlit með því að framfylgt sé ákvæðum laga um sjúkraskrár. Umsjónaraðili sjúkraskráa hefur rétt til aðgangs að sjúkraskrám að því marki sem nauðsynlegt er vegna eftirlitsins.

Landlæknir hefur, eftir því sem við á, eftirlit með því að ákvæði laga um sjúkraskrár séu virt. Telji sjúklingur til dæmis að heilbrigðisstarfsmaður hafi brotið gegn trúnaðar- og þagnarskyldu getur hann sent embætti landlæknis kvörtun þar að lútandi.

Persónuvernd hefur eftirlit með öryggi og vinnslu persónuupplýsinga í sjúkraskrám í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd getur því úrskurðað um ágreining um aðgang að sjúkraskrá á grundvelli þeirra laga.

Telji sjúklingur til dæmis að heilbrigðisstarfsmaður eða annar aðili hafi skoðað sjúkraskrá í heimildarleysi getur hann sent Persónuvernd kvörtun vegna þess.

Leiði eftirlit í ljós að verulegar líkur séu á að brotið hafi verið gegn persónuverndarhagsmunum sjúklings skal brot kært til lögreglu.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820