Nafnið Lífsbrú er myndlíking. Það vísar til vitundarvakningar á breiðum grunni um mikilvægi uppbyggilegs og heilbrigðs lífs, allt frá frumbernsku. Nafnið Lífsbrú leggur einnig huglæga brú yfir til þeirra sem haldnir eru sjálfsvígshugsunum eða við það að gefast upp, þannig að viðkomandi einstaklingar staldri við og sjái fyrir sér mögulega leið út úr ógöngunum.
Í kennimerkinu er notað tímalaust myndmál. Semikomman stendur fyrir það að saga einstaklings er ekki lokið, það er alltaf framhald á eftir semkommu. Brúin er tákn fyrir leið yfir erfiðleika. Saman mynda táknin sterka og vonríka ásýnd. Guli liturinn táknar ljós og von, auk þess sem hann er á heimsvísu gjarnan tengdur sjálfsvígsforvörnum meðan blái liturinn stendur fyrir traust og stöðugleika. Hugmyndin er að merkið vísi í ljós í myrkri, bjóði upp á stuðning og sýni að við erum öll saman í þessu, aldrei ein.
Nafn og kennimerki Lífsbrúar er komið frá Efli – Almannatengslum.