Lífsbrú - miðstöð sjálfsvígsforvarna
Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna
Embætti landlæknis er aðili að IASP samtökunum. Haldið er uppá Alþjóðlegan forvarnardag sjálfsvíga 10. september ár hvert. Markmið dagsins er að vinna að sjálfsvígsforvörnum, styðja aðstandendur og halda á lofti minningu þeirra sem dáið hafa i sjálfsvígi. Á Íslandi vinna fulltrúar eftirfarandi stofnana og félagasamtaka að því að halda upp á daginn: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Landspítalinn – BUGL, Landspítalinn – Geðsvið, Lífsbrú - miðstöð sjálfsvígsforvarna, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Píeta samtökin, Rauði krossinn, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjan og Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis