Fara beint í efnið

Geðrækt - ráðleggingar embættis landlæknis

Starfsemi embættis landlæknis á sviði geðræktar skiptist í fræðslu, ráðgjöf, verkefni og rannsóknir.

Markmið starfsins er að stuðla að vaxandi geðheilbrigði og vellíðan meðal landsmanna. Áhersla er lögð á að efla þekkingu almennings og stjórnvalda á geðheilbrigði og þeim þáttum sem stuðla að góðri geðheilsu. Ennfremur er lögð áhersla á að efla færniþjálfun á sviði samskipta og geðheilbrigðis í skólum og á vinnustöðum. Mikilvægt er að skapa umhverfi sem ýtir undir jákvæða sjálfsmynd, góð samskipti og vellíðan í leik og starfi. Það er engin heilsa án geðheilsu.

Embætti landlæknis vinnur að geðræktarverkefnum fyrir alla aldurshópa sem nýta má í skólum, á heilbrigðisstofnunum, innan fyrirtækja og fyrir almenning. Á vegum embættis landlæknis eru einnig unnar rannsóknir á geðheilsu og líðan barna og fullorðinna. Embættið er í samstarfi við innlenda og erlenda rannsakendur, háskóla og heilbrigðisstofnanir um rannsóknir, öflun og miðlun þekkingar á sviði geðheilbrigðis. 

Embætti landlæknis er faglegur ráðgjafi stjórnvalda um geðrækt.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis