Niðurstaða könnunar máls eftir að tilkynning hefur borist
Mikilvægt er að könnun sé unnin eins vel og unnt er til þess að niðurstaðan verði sem skýrust, hvort um er að ræða misfellur eða áhættuhegðun barns eða ekki, og hvort þá hvers konar aðgerða er þörf í viðkomandi máli. Taka skal saman greinargerð um framkvæmd könnunarinnar og niðurstöður þar sem m.a. kemur fram hvaða úrbætur eru nauðsynlegar og settar fram tillögur að heppilegum úrræðum ef því er að skipta sbr. 21. gr. Reglugerðar nr. 57/2004 um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd. Í þeim tilvikum sem þörf er á sérstökum úrræðum skal unnið að því að gera áætlun í samvinnu við foreldra og/eða barn. Í þeim tilvikum sem samvinna næst ekki skal gera einhliða áætlun.
Staðfest. Ekki þörf á frekari aðgerðum.
Könnun leiðir í ljós að um misfellur í aðbúnaði barns, eða áhættuhegðun, hefur verið að ræða, en ekki er þörf á frekari aðgerðum í málinu.Staðfest. Þörf á áætlun ásamt stuðningsúrræðum.
Könnun leiðir í ljós að um er að ræða misfellur í aðbúnaði barns eða áhættuhegðun og þörf er á stuðningsúrræðum með viðeigandi áætlun í máli barns, þar sem samvinna er við forsjáraðila.Staðfest. Þörf á áætlun ásamt einhliða áætlun um þvingunarúrræði.
Könnun leiðir í ljós að um er að ræða misfellur í aðbúnaði barns eða áhættuhegðun og þörf er á úrræðum með viðeigandi áætlun í málinu, þar sem ekki hefur náðst samvinna við foreldra og/eða barn sem náð hefur 15 ára aldri.Ekki staðfest, vafi. Máli lokað.
Um misfellur í aðbúnaði barns eða áhættuhegðun gæti verið að ræða, en könnun leiðir hvorki í ljós að svo sé með óyggjandi hætti, né að svo sé ekki. Ekki taldar forsendur fyrir áætlun ásamt stuðningsúrræðum og máli er
lokað.Ekki staðfest. Máli lokað.
Könnun leiðir í ljós að ekki er um misfellur í aðbúnaði barns eða áhættuhegðun barns að ræða. Máli er lokað.