2. Barn beitt ofbeldi
Ofbeldi gagnvart barni er skilgreint sem athöfn af hálfu foreldris, umönnunaraðila eða annars aðila, sem leiðir til eða er líklegt til að leiða til skaða á þroska barnsins.
Efni kaflans
Foreldri eða umönnunaraðili gerir lítið úr barni, gerir óraunhæfar kröfur til barns, fær barn til að sinna sínum þörfum eða að barn verður vitni að ofbeldi milli aðila sem eru nánir barninu.
2.1.1. Barni sýnt viðvarandi neikvætt viðmót og neikvæðar tilfinningar
Foreldri eða umönnunaraðili kemur illa fram við barn eða beitir slíku viðmóti í
refsingarskyni.
Dæmi eru eftirfarandi:
Setur út á eiginleika barnsins, svo sem útlit þess eða skapgerð.
Setur út á það sem barnið gerir, t.d. heimalærdóm og heimilisstörf.
Notar neikvætt hlaðin orð eða uppnefnir barnið.
Notar tilfinningalegt ofbeldi á netinu eða á annan rafrænan hátt (án beinna samskipta).
Neitar barni um mat, svefn eða aðrar nauðsynjar í refsingarskyni.
2.1.2. Gerðar óraunhæfar kröfur til barns miðað við aldur þess og þroska
Foreldri eða umönnunaraðili gerir óraunhæfar kröfur til barns miðað við aldur þess og þroska
og/eða setur barnið í aðstæður sem það ræður ekki við.
Dæmi eru eftirfarandi:
Vill að barnið klæði sig sjálft áður en það getur það hjálparlaust.
Notar barnið til að fullnægja tilfinningalegum eða líkamlegum þörfum sínum.
Setur barnið í aðstæður innan fjölskyldunnar sem hæfa ekki börnum: t.d. stuðnings- og
umönnunarhlutverk gagnvart foreldri eða styðja foreldri sem glímir við erfiðleika; að fylgjast
með fjármálum heimilisins; látið taka afstöðu í deilum foreldra eða sjá um megnið af
heimilisstörfum.Virðir ekki barnið sem sjálfstæðan einstakling, heldur fremur sem framlengingu á hinum
fullorðna eða notar barnið sér til framdráttar.Tekur ekki tillit til þarfa barnsins sem sjálfstæðs einstaklings, heldur gerir ráð fyrir að
barnið sé með sömu þarfir og langanir og hinn fullorðni.
2.1.3. Barn upplifir ofbeldi innan fjölskyldu eða milli náinna aðila
Barn upplifir beitingu ofbeldis meðal þeirra sem eru því nákomnir: t.d. milli foreldra, foreldra
gagnvart systkini, milli systkina barnsins eða barn gagnvart foreldri. Ofbeldið getur einnig
beinst gegn dýrum, t.d. þegar barn verður vitni að dýraníði eða þegar hótað er að skaða gæludýr.
Efni kaflans
Líkamlegt ofbeldi á sér stað þegar barn er meitt viljandi á einhvern hátt eða þegar ofbeldi er beitt á óbeinan hátt. Sá sem beitir ofbeldi getur verið foreldri eða annar umönnunaraðili barnsins eða aðrir aðilar ótengdir barninu, m.a. annað barn. Markmiðið með ofbeldinu þarf ekki endilega að vera að meiða barnið líkamlega, það getur verið framið í reiðikasti eða í refsingarskyni eða með það að markmiði að hræða barnið.
2.2.1. Barn beitt ofbeldi af hálfu umönnunaraðila
Hér er átt við líkamlegt ofbeldi sem á sér stað þegar umönnunaraðili meiðir barn viljandi, þ.e.
ekki óviljaverk eins og t.d. þegar rekist er utan í barnið og það dettur og meiðir sig. Það er
mikilvægt við könnun máls af þessu tagi að athuga vel samræmi frásagnar barnsins og t.d.
foreldris um hvernig meiðslin atvikuðust.
Líkamlegt ofbeldi getur m.a. falið í sér:
Barn beitt líkamlegum refsingum t.d. rassskellt.
Barn bundið niður og/eða hreyfingar þess heftar á óeðlilegan hátt.
Barn er lamið, slegið, kýlt eða sparkað í það; brennt með eldi eða heitum vökva; barnið
klipið, bitið, þrengt að öndunarvegi, hárreytt; því ýtt eða hent til jarðar; hlutum hent í
barnið; barnið hrist eða skaðað á annan hátt.Barni er viljandi gefið hættuleg efni, t.d. óviðeigandi lyf (gegn eða án tilmæla læknis),
vímuvaldandi efni, skemmd matvæli o.fl.Framkvæmdar eru ónauðsynlegar, sársaukafullar eða óafturkræfar aðgerðir á barni.
Foreldri, eða annar aðili, reynir að fá lyf eða læknisaðgerðir fyrir barnið, án
raunverulegra veikinda eða vegna veikinda sem eru tilkomin vegna einhvers sem hinn
fullorðni hefur gert. Hér getur verið um að ræða svokallað Münchausen
staðgengilsheilkenni (e. Münchausen syndrome by proxy). Við könnun máls af þessu tagi
er mikilvægt að fá mat sérfræðinga.
2.2.2. Barn beitt ofbeldi af hálfu annarra aðila, t.d. annarra barna
Til viðbótar við upptalningu í flokki 2.2.1. hér að ofan er hér um að ræða hópslagsmál eða
árásir þar sem eitt eða fleiri börn ráðast gegn barninu og beita það ofbeldi; ofbeldi í nánum
samböndum (t.d. milli unglinga í parsambandi); líkamlegt ofbeldi sem utanaðkomandi aðili
beitir barn, t.d. í reiðikasti eða í refsingarskyni o.fl.
Dæmi um sýnilega áverka sem barn getur hlotið vegna ofbeldis eru t.d.:
Hrufl/skráma, marblettir, blaðra vegna bruna.
Augnáverkar, t.d. aðskilin sjónhimna.
Roði, sár, upphleypt svæði eða rák á húð, t.d. eftir barsmíð eða belti.
Ör eftir áverka.
Dæmi um áverka sem geta mögulega ekki verið sýnilegir en sem fagaðili í
heilbrigðiskerfi hefur greint hjá barni er t.d.:
Tognun.
Heilaskemmdir.
Skemmdir á líffærum vegna vísvitandi eitrunar.
Augnáverkar.
Vísbendingar um tilraun til kæfingar.
Sprunga í beini eða beinbrot.
Innri kviðarhols- eða brjóstholsmeiðsli.
Skaði á miðtaugakerfi.
Rifin hljóðhimna.
Einkennamynstur barns sem hefur verið hrist eða skellt utan í eitthvað (e. abusive head
trauma).Viðvarandi blæðing eða blóðkúla.
Efni kaflans
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (e. WHO) er kynferðisofbeldi gagnvart barni skilgreint þegar barn undir kynferðislegum lögaldri getur ekki gefið upplýst samþykki fyrir kynferðislegum athöfnum sökum ungs aldurs og þroska. Það sama á við þegar athæfið fellur undir brot á hegningarlögum viðkomandi ríkis. Börn geta verið beitt kynferðisofbeldi af hendi fullorðinna en einnig af öðrum börnum sem eru sökum aldurs, þroska, trausts eða ábyrgðar í yfirburðarstöðu gagnvart barninu. Unglingar geta orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi fullorðinna en einnig jafnaldra, t.d. í para- eða vinasamböndum. Ofbeldið getur einnig verið stafrænt, t.d. í formi myndasendinga, dreifingu mynda, óviðeigandi skilaboða eða annarrar áreitni.
Hér er ofbeldið flokkað eftir því hvort barnið verður fyrir því á eigin heimili af hálfu nákominna aðila eða hvort ofbeldið er af hálfu utanaðkomandi aðila.
2.3.1. Barn beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu foreldra eða umönnunaraðila
2.3.2. Barn beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu annarra, t.d. annarra barna eða aðila
ótengdum barninu
Dæmi um kynferðislegt ofbeldi sem á við um bæði flokka 2.3.1. og 2.3.2. eru:
Kynferðislegur talsmáti.
Þukl á líkama utan klæða (ekki kynfæri).
Kynferðislegar ljósmyndir eða myndbönd, sýnd eða tekin.
Kossar á andlit eða tilraunir til þeirra (ekki munn).
Kossar á munn eða tilraunir til þeirra.
Sýnihneigð (gerandi fækkar klæðum).
Fróun að barni ásjáandi.
Gægjuhneigð (klæðum fækkað á barni).
Þukl og snerting á líkama barns innan klæða (ekki kynfærum).
Þukl á kynfærum barns utan klæða.
Barn látið snerta kynfæri geranda utan klæða.
Myndefni af barni fer í dreifingu.
Grófari snerting eða strokur.
Þukl á kynfærum barns innan klæða.
Barn látið snerta kynfæri geranda innan klæða.
Barni fróað.
Barn látið fróa geranda.
Barn þvingað til að taka upp og/eða senda myndefni af kynferðislegum toga.
Tilraun til innþrengingar í munn, leggöng eða endaþarm með fingri, hlutum eða
getnaðarlim.Innþrenging framkvæmd í leggöng eða endaþarm með fingri eða hlutum.
Munnmök við barn.
Barn látið hafa munnmök við geranda.
Fullt samræði við barn (innþrenging framkvæmd), í leggöng og/eða endaþarm.