Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Leiðbeiningar vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Hér má nálgast pdf útgáfu af leiðbeiningunum.

Matssvið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu

17. mars – 11. apríl 2025

    Skölun prófanna

    Til þess að hægt sé að fylgjast með framvindu í námi á milli ára þarf að tengja saman niðurstöður prófa sem notuð eru í ólíkum árgöngum. Það er gert með svokallaðri skölun. Þá er kortlagt hvernig nemendur í sama árgangi standa sig á prófútgáfum sem bæði eru ætlaðar þeirra árgangi og aðlægum árgöngum. Á meðan sú kortlagning á sér stað geta því textar og prófatriði verið ólík hjá nemendum innan sama árgangs eða bekkjar.

    Í stærðfræði verða notuð tengiatriði en það eru prófatriði sem skarast milli prófútgáfa í aðlægum árgöngum. Þannig getur nemandi í 5. bekk þurft að leysa nokkur atriði sem ætluð eru nemendum í 4. eða 6. bekk. Tengiatriðin munu þó aldrei reyna á aðferðir sem ekki hafa verið kynntar yngri nemendum, samkvæmt hæfniviðmiðum íslenskrar aðalnámskrár. 

    Í lesskilningi er notuð aðferð sem byggist á að úthluta prófútgáfum tilviljanakennt á nemendur. Ekki er hægt að nota tengiatriði í lesskilningi vegna þess að prófatriðin eru bundin við ákveðinn lestexta. Atriðin í lesskilningsprófinu eru því ekki sjálfstæðar einingar á sama hátt og atriðin í stærðfræðiprófinu. Nemendur í hverjum árgangi leysa því heilar prófútgáfur, ýmist þær sem ætlaðar eru þeirra árgangi, árganginum næst á undan eða á eftir. Við skölunina er síðan kortlagt hvernig nemendur í sama árgangi standa sig á ólíkum prófútgáfum og einnig hvernig stígandi í lesskilningi er á milli árganga.