Grásleppuveiðar
Flutningur veiðireynslu
Heimilt er að flyta veiðireynslu milli fiskiskipa að uppfylltum skilyrðum.
Skilyrði
Eigandi skips sem kemur til með að fá úthlutun í grásleppu samkvæmt áætlun Fiskistofu, hefur breytt skipakosti (keypt, selt eða tekið skip af skipaskrá Samgöngustofu) á árinu 2018 eða síðar.
Eigandi skips sem veiðireynsla er flutt frá og eigandi skips sem veiðireynsla er flutt til þurfa að samþykkja flutninginn með því að undirrita þar til gert eyðublað.
Nýtt veðbókarvottorð, ekki eldra en 30 daga, skips sem flytja á veiðireynslu frá, þarf að fylgja.
Sé skipið sem flytja á veiðireynslu frá veðsett þarf þinglýst samþykki veðhafa fyrir flutningi veiðireynslunnar.
Skip sem á að flytja veiðireynslu til er skráð sem fiskiskip hjá Samgöngustofu.
Flutningur á veiðireynslu má ekki leiða til þess að úthlutun til fiskiskipa í eigu einstakra aðila eða í eigu tengdra aðila, nemi hærra hlutfalli en 1,5% af heildarúthlutun af grásleppu.
Athugið
Ekki þarf að vera ákvæði í kaupsamningi/afsali skips að veiðireynsla, leyfi eða réttindi fylgi ekki við sölu skips.
Stærðartakmarkanir sem áður voru í gildi um flutning réttinda milli skipa eiga ekki við.
Skip sem veiðireynsla er flutt frá og skip sem flutt er til þurfa ekki að vera í sama veiðikerfi, það er, aflamarks eða krókaaflamarkskerfi.
Skip sem flytja veiðireynslu á milli þurfa ekki að vera skráð með heimahöfn á sama veiðisvæði.
Skila þarf eyðublaði vegna flutnings á veiðireynslu til Fiskistofu ásamt nauðsynlegum fylgigögnum eigi síðar en 2. janúar 2025 á netfangið fiskistofa@fiskistofa.is.
Þjónustuaðili
Fiskistofa