Grásleppuveiðar
Tilhögun veiða og merking veiðarfæra
Net
Grásleppunet eiga að vera 12 möskva eða grynnri.
Möskvastærð á að vera á bilinu 10,5 þumlunga (267 mm) til 11,5 þumlunga (292 mm).
Til og með 31. ágúst 2026 má einnig nota net sem eru:
20 möskva eða grynnri
með möskvastærð á bilinu 10,5 þumlunga (267 mm) til 11,5 þumlunga (292 mm)
Merkingar veiðarfæra
Netabaujur eiga allar að verktar með flaggi
Flöggin eiga vera merkt með umdæmis- eða skipaskrárnúmeri
Belgir eiga að vera merktir umdæmis eða skipaskrárnúmeri
Netatrossur eiga að vera númeraðar frá einum til fjölda trossa sem bátur á í sjó
Merkingar þurfa að vera stórar og skýrar
Merkja á hvern blýtein og flottein með skipaskrárnúmeri samkvæmt reglugerð um merkingu veiðarfæra og töpuð veiðarfæri
Vitjun neta
Draga á net ekki seinna en þremur sólarhringum eftir að þau hafa verið lögð í sjó. Undantekning er þegar veður hamlar sjósókn, þá þarf skipstjóri að senda tilkynningu á grasleppa@fiskistofa.is um að ekki hafi verið hægt að sækja net vegna veðurs.
Týnd net
Tapist net í sjó skal slæða þau upp. Takist það ekki á skipstjóri að senda tilkynning til Landhelgisgæslunnar og til Fiskistofu og greina eins nákvæmlega og hægt er frá staðsetningu þeirra.
Þjónustuaðili
Fiskistofa