Útgáfa sveinsbréfa hefur verið færð til embættis sýslumannsins á Suðurlandi og taka breytingarnar gildi 1. janúar 2025. Þetta kemur í kjölfar breytingar á lögum nr. 42/1978 um handiðnað sem hafði það að markmiði að draga úr leyfisbréfaútgáfu í miðlægri stjórnsýslu hins opinbera þannig að meira svigrúm yrði til eiginlegrar stefnumótunarvinnu innan ráðuneytisins.