18. nóvember 2024
18. nóvember 2024
Útgáfa sveinsbréfa til sýslumannsins á Suðurlandi
Útgáfa sveinsbréfa hefur verið færð til embættis sýslumannsins á Suðurlandi og taka breytingarnar gildi 1. janúar 2025. Þetta kemur í kjölfar breytingar á lögum nr. 42/1978 um handiðnað sem hafði það að markmiði að draga úr leyfisbréfaútgáfu í miðlægri stjórnsýslu hins opinbera þannig að meira svigrúm yrði til eiginlegrar stefnumótunarvinnu innan ráðuneytisins.
Samhliða þessu er unnið að því að koma upplýsingum um öll sveinspróf á vefinn, en þegar má finna stóran hluta gagna á Ísland.is. Jafnframt verða upplýsingar um einstaklinga með erlendan bakgrunn sem öðlast hafa viðurkenningu til starfa í iðngrein hér á landi aðgengilegar hér.
Breyting á lögum um handiðnað tók gildi í byrjun árs 2024 en frá aldamótum hefur útgáfa sveinsbréfa verið í höndum iðnaðarráðherra.
Nánar má lesa í frétt á vef stjórnarráðsins.