Yfirlýsing Sjúkratrygginga vegna frétta af útsendingum upplýsinga til þjónustuþega og heilbrigðisstarfsfólks
Sjúkratryggingar harma að fyrir mistök hafi verið sendar út upplýsingar vegna heilbrigðisþjónustu til afmarkaðs hóps þjónustuþega og heilbrigðisstarfsfólks, í tengslum við breytingu á útsendingu gagna. Vinnsla var stöðvuð um leið og málið uppgötvaðist.