2. apríl 2025
2. apríl 2025
Bætt þjónusta og aukið öryggi í samskiptum Sjúkratrygginga í gegnum Ísland.is
Frá og með 1. apríl 2025 verða bréf einstaklinga einungis send í Stafræna pósthólfið hjá Ísland.is og hætt verður að senda bréf á lögheimili.
Þetta gildir um einstaklinga sem eru með útgefna kennitölu. Réttaráhrif birtingar miðast við tíma birtingar í Stafrænu pósthólfi. Markmiðið er að bæta þjónustu og auka öryggi við sendingu gagna.
Breytingin er liður í innleiðingu laga um Stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda en í þeim er gert ráð fyrir að meginboðleið samskipta við einstaklinga verði stafræn og miðlæg á einum stað, gegnum Stafrænt pósthólf á Ísland.is.
Nánari upplýsingar um Stafrænt pósthólf má sjá hér: Um Stafrænt pósthólf | Stafrænt Ísland og hér getur þú skoðaðu hnipp stillingarnar þínar (notification) á Mínum síðum á Ísland.is svo bréfin frá okkur fari ekki framhjá þér.