Geislavarnir hafa í dag skilað landsskýrslu Íslands samkvæmt kjarnorkuúrgangssamningnum (Joint Convention)
Í umboði Utanríkisráðuneytisins taka Geislavarnir ríkisins saman skýrslu á þriggja ára fresti um hvernig Ísland uppfyllir kröfur samningsins um öryggi við meðhöndlun geislavirks úrgangs, kallað kjarnorkuúrgangssamningur (á ensku Joint Convention on the Safety of Spent Fuel Management and on the Safety of Radioactive Waste Management).