Niðurstöður úr nýrri Gallup könnun sýna að um 8% ungmenna á aldrinum 12-17 ára notuðu ljósabekk einu sinni eða oftar árið 2023. Það er ekki marktækur munur á þessari niðurstöðu og niðurstöðu úr síðustu könnun sem gerð var meðal ungmenna en það var árið 2016. Frá árinu 2011 hefur verið í gildi 18 ára aldurtakmark á notkun ljósabekkja á Íslandi. Ástæða þess er að notkun ljósabekkja fylgir aukin hætta á húðkrabbameini og hættan er meiri fyrir börn og ungmenni en fyrir fullorðna.