2. febrúar 2023
2. febrúar 2023
Viðtal um geislavirk efni á Rás 1
Agnarsmátt hylki sem innihélt geislavirk efni er fundið
Agnarsmátt hylki sem innihélt geislavirkt efni, sesíum 137, er fundið eftir sex daga dauðaleit að því í óbyggðum vestur Ástralíu. Efnið var notað við námuvinnslu og féll af flutningabíl fyrirtækisins Rio Tinto. Sesíum 137 getur verið hættulegt mannfólki, eins og oft á við um geislavirk efni. Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins ræddi þetta mál og hvaða geislavirku efni eru notuð hér á landi í Samfélaginu á Rás 1. Þau eru nefnilega fleiri en marga grunar.
Hér má hlusta á viðtalið á vef RÚV.