15. febrúar 2023
15. febrúar 2023
Stafræn umsókn um happdrættisleyfi
Nú er unnt að ganga frá umsókn um happdrættisleyfi með stafrænum hætti.
Almennt er það svo að það þarf leyfi frá sýslumanni til að reka happdrætti nema þegar lög segja til um annað. Algengustu tegundir happdrætta eru m.a. miðahappdrætti, skafmiðahappdrætti, bingó og tombóla.
Sýslumaðurinn á Suðurlandi veitir leyfi fyrir happdrættum á landsvísu ef söluverðmæti útgefinna miða fer yfir 2 milljónir króna en leyfisveiting fyrir happdrætti undir þeirri upphæð veita sýslumenn hver á sínu svæði.
Nánari upplýsingar um skilyrði, umsókn og fylgigögn má finna á Ísland.is