2. nóvember 2023
2. nóvember 2023
Leiðbeiningar fyrir dýralækna um notkun færanlegra röntgentækja við dýralækningar gefnar út af Geislavörnum
Geislavarnir ríkisins hafa gefið út nýtt rit í formi leiðbeininga um notkun færanlegra röntgentækja við dýralækningar. Þar er m.a. fjallað um hvernig tryggja skuli geislavarnir starfsfólks og annarra við notkun færanlegra röntgentækja við myndatökur af dýrum.
Geislavarnir ríkisins hafa gefið út nýtt rit: Notkun færanlegra röntgentækja við dýralækningar.
Meginefni ritsins eru leiðbeiningar um hvernig tryggja skuli geislavarnir starfsfólks og annarra við notkun færanlegra röntgentækja við myndatökur af dýrum. Fjallað er um kröfur vegna skráningar, leiðbeininga, aðstöðu, geislavarnabúnaðar og röntgentækja.
Einnig er fjallað um framkvæmd myndatöku og í stuttu máli um röntgenlampann, geislun frá honum og geislun á starfsmenn sem vinna við röntgenmyndatökur.
Notkun röntgentækja í dýralækningum fer vaxandi og dýr eru mynduð við mismunandi aðstæður sem getur verið áskorun þegar tryggja þarf viðeigandi geislavarnir.