1. desember 2023
1. desember 2023
Forstjóraskipti
Í dag eru tímamót hjá Geislavörnum ríkisins. Sigurður M. Magnússon hefur látið af störfum sem forstjóri stofnunarinnar og Elísabet Dolinda Ólafsdóttir tekur við sem nýr forstjóri.
Sigurður M. Magnússon hefur látið af störfum sem forstjóri Geislavarna ríkisins eftir farsælan 38 ára starfsferil. Sigurður hefur verið forstjóri stofnunarinnar frá árinu 1986, þegar Geislavarnir ríkisins voru settar á fót með lögum nr. 117/1985. Fjallað er um starfslok og farsælan starfsferil Sigurður í frétt Stjórnarráðsins. Elísabet Dolinda Ólafsdóttir hefur tekið við sem nýr forstjóri Geislavarna en nánar má lesa um ráðningu Elísabetar hér.
Starfsfólk Geislvarna þakkar Sigurði innilega fyrir frábært samstarf og býður Elísabetu hjartanlega velkomna til starfa sem forstjóri.