Fara beint í efnið

Endurhæfing - leiðbeiningar fyrir fagfólk

Fyrsta umsókn og framlenging

Fyrsta umsókn

Með fyrstu umsókn þarf að skila:

  • læknisvottorði. Vottorðið þarf að vera á réttu formi, nota skal eyðublað vegna umsóknar um endurhæfingarlífeyri í Sögu kerfinu eða á pappír. Taka skal fram þær ICD10 greiningar sem skipta máli.

  • staðfestingar á fullnýtingu réttinda í sjúkrasjóðum, frá Vinnumálastofnun eða Ríkisskattstjóra eftir því sem við á

  • ef nám eða vinna er hluti af endurhæfingu þarf staðfestingar frá þeim aðilum

Fyrsta endurhæfingaráætlun þarf að innihalda:

  • greinargerð um vanda einstaklingsins, sem veldur óvinnufærni

  • félagssögu

  • atvinnu- og námssögu

  • fyrri endurhæfingu einstaklingsins ef við á

  • fyrirhugaða endurkomu á vinnumarkað að hluta eða fullu

Endurhæfingaráætlun og greinargerðir verður að senda í gegnum Signet Transfer eða Mínar síður hjá TR.

Óskað er eftir frekari gögnum ef:

  • lýsingar á úrræði eru óskýrar, til dæmis hvernig úrræðið á að leiða til bættrar heilsu og aukinnar atvinnuþátttöku

  • óljóst er hvort umsækjandi taki þátt í úrræðum sem lögð eru til. Þá er kallað eftir yfirliti yfir mætingu

  • viðeigandi staðfestingar hafa ekki borist, til dæmis frá Vinnumálastofnun, skóla eða vinnu

  • staðgreiðsluskrá sýnir að viðkomandi er með laun

Framlenging

Þegar endurhæfingartímabilið rennur út þarf að sækja um framlengingu ef atvinnuþátttöku er ekki náð.

Hámarkslengd endurhæfingar er 60 mánuðir, eða 5 ár.

Með framlengingu þarf að fylgja:

  • ný endurhæfingaráætlun

  • greinargerð með mati á fyrri endurhæfingu

  • staðfesting á starfshlutfalli eða einingum ef við á

Í þeim tilvikum þar sem endurhæfing er stunduð hjá öðrum en umsjónaraðila, er beðið um staðfestingu frá endurhæfingarúrræðum um mætingu.

Í greinargerð þarf að koma fram:

  • skýrar lýsingar á endurhæfingu og úrræðum

  • mat á hvernig endurhæfing gekk á fyrra tímabili:

    • hvað gekk vel

    • hvað gekk illa

  • hvort umsækjandi hafi sinnt endurhæfingu ásamt útskýringum ef svo er ekki

Endurhæfing í 36 mánuði

Þegar einstaklingur nálgast 36 mánuði í endurhæfingu er gott að huga að því að framlenging er endurskoðuð ítarlegar en áður ef sótt er um að halda áfram umfram 36 mánuðina.

Fyrri endurhæfing verður að hafa sýnt fram á aukna starfshæfni eða atvinnuþátttöku. Sýna þarf fram á ástæðu fyrir endurkomu á vinnumarkað.

Með umsókn þarf að fylgja:

  • greinagerð með upplýsingum um framvindu endurhæfingunnar

  • ný endurhæfingaráætlun

  • rökstuðningur fagaðila

  • staðfesting á starfshlutfalli eða einingum ef við á

TR metur hvort atvinnuþátttaka sé raunhæf út frá fyrirliggjandi gögnum.

  • Ef atvinnuþátttaka er metin raunhæf er heimilt að framlengja endurhæfingartímabil í allt að 24 mánuði.

  • Ef atvinnuþátttaka er metin óraunhæf er hægt að sækja um örorku.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun