Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuverndarfulltrúi getur sinnt starfi sínu samhliða öðrum verkefnum en þau mega ekki valda hagsmunaárekstrum.

Það þýðir að persónuverndarfulltrúinn getur ekki verið í þannig stöðu að hann ákveði tilgang og aðferð við vinnslu persónuupplýsinga. Þetta þarf að skoða í hverju tilviki fyrir sig, með tilliti til sérstöðu og stjórnskipulags hverrar stofnunar/fyrirtækis.

Hér þarf líka sérstaklega að gæta að því að við ákvarðanatöku um hvernig skuli haga ákveðinni vinnslu að ekki hægt að leggja þá ábyrgð á persónuverndarfulltrúann, þó svo að það geti verið freistandi – enda væri hann þá farinn að taka ákvarðanir um vinnslu persónuupplýsinga sem aftur myndi valda hagsmunaárekstrum.

Almenna reglan er sú að hagsmunaárekstrar geta orðið ef persónuverndarfulltrúi er millistjórnandi í stofnun/fyrirtæki (svo sem framkvæmdastjóri, rekstarstjóri, fjármálastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, tæknistjóri og þess háttar).

Það getur þó einnig átt við í tilviki annarra lægra settra starfsmanna ef störf þeirra fela í sér ákvarðanatöku um tilgang og aðferð við vinnslu persónuupplýsinga.

Að auki geta hagsmunaárekstrar orðið ef utanaðkomandi persónuverndarfulltrúi er beðinn um að koma fram fyrir hönd fyrirtækis eða stofnunar fyrir dómi í máli er varðar vinnslu persónuupplýsinga hjá viðkomandi aðila.

Skrá yfir vinnslustarfsemi getur hjálpað við að leggja mat á hvort hugsanlegir hagsmunaárekstrar varðandi ákvarðanatöku séu til staðar.

Sjálfstæði persónuverndarfulltrúans þýðir ekki að hann hafi ákvörðunarvald umfram þau verkefni sem honum eru falin.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820