Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Aðstaða og heimildir persónuverndarfulltrúa

Aðgangur að persónuverndarfulltrúa

Samskipti við persónuverndarfulltrúann þurfa að vera auðveld vegna eðlis starfs hans, það er sem tengiliður við hina skráðu og við Persónuvernd, en einnig innan viðkomandi fyrirtækis.

Til að tryggja aðgengi að persónuverndarfulltrúanum þurfa samskiptaupplýsingar (netfang, símanúmer, aðsetur) að liggja fyrir, bæði fyrir starfsmenn og fyrir utanaðkomandi aðila. Því má koma í kring með því að birta samskiptaupplýsingar á innri og ytri vef.

Auðvelt aðgengi að persónuverndarfulltrúanum er nauðsynleg forsenda þess að hinir skráðu geti haft samband við hann og því mikilvægt að samskiptin fari fram á tungumáli eða tungumálum þeirra persónuverndaryfirvalda og einstaklinga sem í hlut eiga.

Til að aðgengi að persónuverndarfulltrúanum sé tryggt verður hann í það minnsta að vera staðsettur innan EES-svæðisins, óháð því hvort starfsemin er staðsett þar eða ekki.

Það er þó ekki útilokað að í afmörkuðum tilvikum geti þær aðstæður verið fyrir hendi að hvorki ábyrgðaraðili né vinnsluaðili séu með starfsstöð innan EES-svæðisins og því sé betra fyrir persónuverndarfulltrúann að sinna starfi sínu utan þess.

Ef einstaklingur er ósáttur við vinnslu persónuupplýsinga hjá tiltekinni stofnun eða fyrirtæki getur viðkomandi leitað til persónuverndarfulltrúans til að fá úrlausn sinna mála áður en leitað er til Persónuverndar, það er þó ekki skilyrði fyrir því að geta lagt fram kvörtun hjá Persónuvernd.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820