Vöktun einstaklinga á lóðum eða húseignum og persónuverndarlög
Valdheimildir Persónuverndar samkvæmt persónuverndarlögum vegna mála sem varða vaktanir einstaklinga
Með notkun eftirlitsmyndavéla við nágrannavöktun getur átt sér stað vinnsla persónuupplýsinga sem fellur undir gildissvið persónuverndarlaga.
Hins vegar beitir Persónuvernd almennt ekki valdheimildum sínum til þess að fyrirskipa einstaklingum að taka niður myndavélar eða fara inn á heimili eða einkalóður til þess að rannsaka sjónsvið eftirlitsmyndavéla.
Er það í samræmi við meðalhófsreglur sem stjórnvöld verða að gæta að en í henni felst að stjórnvöld verða að gæta hófs við meðferð valds síns og er þeim skylt að líta til þess markmiðs sem starf þeirra stefnir að og taka tillit til hagsmuna og réttinda þeirra aðila sem athafnir og valdbeiting beinist gegn.