Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vöktun einstaklinga á lóðum eða húseignum og persónuverndarlög

Persónuverndarlög og vöktun í fjölbýlishúsum

Þegar setja á upp eftirlitsmyndavélar í sameign fjöleignarhúsa, eða á lóðum sem eru í sameign, þarf auk persónuverndarlaga að gæta að ákvæðum fjöleignarhúsalaga.

Samkvæmt þeim þarf löglega boðaður húsfundur að taka ákvörðun um vöktun á sameign hússins, hvort sem um ræðir vöktun innandyra eða utandyra.

Þá þarf að gæta þess sérstaklega að sjónsvið eftirlitsmyndavélar fari ekki út fyrir svæði sameignarinnar, eins og til dæmis inn á séreignarsvæði íbúa, nágrannalóðir eða svæði á almannafæri.

Mismunandi getur verið hversu margir eigendur þurfa að samþykkja uppsetningu eftirlitsmyndavéla, til dæmis eftir því hvort þær eru á vegum húsfélagsins eða einstakra eigenda, en um samþykkishlutfallið fer eftir lögum um fjöleignarhús.

Það fellur utan valdssviðs Persónuverndar að hafa eftirlit með framkvæmd fjöleignarhúsalaga og getur stofnunin því ekki tekið afstöðu til þess hvort einfaldur meirihluti á löglegum húsfundi dugi til samþykktar uppsetningar.

Mál því tengdu er hægt að bera undir kærunefnd húsamála.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820