Vöktun einstaklinga á lóðum eða húseignum og persónuverndarlög
Persónuverndarlögin og þær reglur sem settar hafa verið sem stoð í þeim gilda meðal annars um vöktun í sameign fjöleignarhúsa eða á sameiginlegri lóð fólks.
Einstaklingum er almennt heimilt að setja upp eftirlitsmyndavélar til að vakta lóðir sínar og húseignir en þeir þurfa að fara að framangreindum reglum við þá vöktun.
Meðal annars þarf að gæta þess sérstaklega að sjónarsvið eftirlitsmyndavélar fari ekki út fyrir yfirráðasvæði viðkomandi einstaklings, eins og til dæmis inn á lóðir annarra, sameign eða svæði á almannafæri.
Almennt er vöktun með leynd óheimil af hálfu einstaklinga.
Almennt gilda persónuverndarlögin ekki um meðferð einstaklings á persónuupplýsingum er varða einkahagi hans eða fjölskyldu hans eða er einvörðungu ætlaður til persónulegra nota.
Eftirlitsmyndavélar og það efni sem safnast með notkun þeirra fellur að jafnaði undir þessa skilgreiningu. Athuga verður þó að ef að vöktun fer fram á almannafæri (svo sem fyrir utan lóðamarka einkalóðar) þá eiga ákvæði persónuverndarlaganna við. Þarf þá sá sem ber ábyrgð á vöktuninni því að gæta að því að hún samrýmist ákvæðum laganna, sem og reglum sem settir hafa verið samkvæmt þeim, að öllu leyti