Fara beint í efnið

Verðlag og verðkannanir

Verðlag

Meginreglan hér á landi og á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES) er að verðlagning á vöru og þjónustu sé frjáls. Hafi kaupandi og seljandi komið sér saman um verð gildir það.

Mundu að kynna þér verð fyrirfram. Þú semur ekki eftir á!

Hafi ekki verið samið um verð þarf kaupandinn að greiða það verð sem upp er sett. Seljandinn getur sett upp það verð sem hann vill, en ber að sýna sanngirni. Kaupendur hafa þó áhrif á verðið með eftirspurn sinni, það er að segja með því að kaupa eða hafna.

Uppgefið verð á alltaf að vera endanlegt verð til neytenda. Virðisaukaskattur, þóknun, bókunargjald, frakt – hvers konar greiðsla án tillits til heitis – á að vera innifalið í verði.

Ef þú hefur í góðri trú keypt vöru eða þjónustu á of lágu verði getur seljandinn ekki krafist viðbótargreiðslu.

Verðkannanir

Til þess að upplýsa neytendur og efla verðskyn þeirra ber Neytendastofu að afla upplýsinga um verð, verðmyndun og önnur viðskiptakjör.

ASÍ og Neytendasamtökin gera reglulega verðkannanir á ýmsum vörum og þjónustu.

Fjarskiptastofa fylgist með gjaldskrám fjarskiptafyrirtækja og gerir kannanir á verðvitund neytenda og hreyfanleika símnotenda á milli fyrirtækja.

Neytendur geta samið um að kaupa rafmagn af þeim raforkusala sem þeir kjósa og fært viðskiptin til annars raforkusala hvenær sem er.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Neyt­enda­stofa