Vaxtabætur
Til að auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði greiðir ríkissjóður vaxtabætur sem ganga eiga upp í vaxtakostnað af húsnæðislánum.
Vaxtabætur
Þeir sem greiða vexti af lánum sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, eiga rétt á vaxtabótum.
Lán sem mynda rétt til vaxtabóta geta verið vegna:
kaupa á íbúðarhúsnæði,
byggingar íbúðarhúsnæðis,
verulegra endurbóta á íbúðarhúsnæði og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur veitt,
greiðsluerfiðleika á lánum sem eru tekin til greiðslu á öðrum húsnæðislánum,
kaupa á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð.
Þeir þættir sem hafa áhrif á fjárhæð vaxtabóta eru fjölskyldustaða, tekjur, eignir, skuldir og lánakostnaður þess sem skráður er fyrir láninu.
Vaxtabætur skerðast eða falla niður ef eignir fara yfir viss mörk.
Vert að skoða
Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili
Skatturinn