Að jafnaði skulu vera að störfum í apótekum eigi færri en tveir lyfjafræðingar við afgreiðslu lyfseðla og fræðslu og ráðgjöf um rétta notkun og meðhöndlun lyfja. Lyfjalög gera einnig ráð fyrir að aðstæður í lyfjabúð geti verið með þeim hætti að ekki sé mögulegt að uppfylla þessa kröfu, ýmist vegna lítilla umsvifa eða staðsetningar á landinu.
Lyfsöluleyfishafi lyfjabúðar getur sótt um leyfi til Lyfjastofnunar um að aðeins starfi einn lyfjafræðingur í lyfjabúð. Umsókninina þarf að rökstyðja í samræmi við þau sjónarmið sem er að finna í 5. mgr. 37. gr. lyfjalaga.
Afhending
Leyfið er sent í tölvupósti á netfang umsækjanda og eftir atvikum einnig á netfang rekstrarleyfishafa.
Kostnaður
Telji Lyfjastofnun nauðsynlegt að framkvæma úttekt vegna mats á umsókn greiðir umsækjandi kostnað af úttektinni í samræmi við gjaldskrá fyrir markaðsleyfi, árgjöld og önnur gjöld vegna lyfja, sem Lyfjastofnun innheimtir. Í slíkum tilvikum er umsækjandanum gerð grein fyrir umfangi þeirrar vinnu sem Lyfjastofnun áætlar að fari í nauðsynlega úttekt áður en úttektin fer fram.
Lyfjastofnun innheimtir einnig gjald fyrir veitingu leyfa í tengslum við leyfisskylda starfsemi samkvæmt ákvæðum lyfjalaga og fer gjaldið eftir gildandi gjaldskrá hverju sinni.
Þjónustuaðili
Lyfjastofnun