Fjárhagsleg aðstoð er veitt tímabundið til að aðstoða fólk við að bjarga sér sjálft
Í umsóknarferlinu er kallað eftir um upplýsingum, til dæmis um búsetu og tekjur síðustu 2 mánuði. Þú færð síðan tölvupóst þegar búið er að fara yfir umsóknina eða ef það vantar
einhver gögn.
Flest sveitarfélög nota ofangreint ferli fyrir afgreiðslu umsókna um fjárhagsaðstoð. Ef sveitarfélagið þitt er ekki eitt af þeim, færðu leiðbeiningar um hvert þú eigir að leita fyrir sömu þjónustu hjá þínu sveitarfélagi.
Úrvinnsla umsókna um fjárhagsaðstoð
Ef umsókn er samþykkt færðu greitt næstu mánaðamót.
Ef umsókn er hafnað færðu útskýringu á ákvörðuninni. Ef þér finnst hún
ekki standast málefnalega geturðu vísað henni til úrskurðarnefndar
velferðarmála með aðstoð þíns félagsráðgjafa.
Þjónustuaðili
Samband íslenskra sveitafélaga