Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

Umsókn um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

Hvert sveitarfélag setur sér eigin reglur um fjárhagsaðstoð, sem byggja á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Slík fjárhagsleg aðstoð er veitt tímabundið til þeirra sem ekki hafa aðrar tekjur.

Sótt er fjárhagsaðstoð til þess sveitarfélags þar sem umsækjandi á lögheimili.

Áður en sótt er um fjárhagsaðstoð til sveitarfélags þarf að vera búið að kanna rétt til aðstoðar, til dæmis til atvinnuleysisbóta, greiðslu úr sjúkrasjóðum, lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun. Í umsóknarferlinu er kallað eftir ýmsum upplýsingum, til dæmis um búsetu og tekjur síðustu þrjá mánuði. Umsækjendur fá tölvupóst þegar búið er að fara yfir umsóknina, eða ef það vantar viðbótargögn.

Flest sveitarfélög nota ofangreint ferli fyrir afgreiðslu umsókna um fjárhagsaðstoð. Ef sveitarfélagið þitt er ekki eitt af þeim, færðu leiðbeiningar um hvert þú getur leitað hjá þínu sveitarfélagi.

Um úrvinnslu umsókna um fjárhagsaðstoð:

  • Ef umsókn er samþykkt fær umsækjandi greitt næstu mánaðamót.

  • Ef umsókn er hafnað fær umsækjandi útskýringu á ákvörðuninni. Ef umsækjanda finnst sú skýring ekki standast málefnalega er hægt að vísa henni til úrskurðarnefndar velferðarmála, með aðstoð félagsráðgjafa.

Umsókn um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga