Umgengni barns
Samningur um umgengni barns
Foreldrar geta gert með sér samning um umgengni, annað hvort munnlegan eða skriflegan.
Staðfesting sýslumanns
Hægt er að óska eftir staðfestingu sýslumanns á samningi um umgengni. Með því er tryggt að fari forsjárforeldri ekki eftir samningnum geti foreldrið sem á umgengnisréttinn óskað eftir því að beitt verði þvingunarúrræðum.
Sýslumaður getur hafnað því að staðfesta samning um umgengni ef hann telur að hann þjóni ekki hagsmunum barns.
Foreldrar sem hafa samið um skipta búsetu barns geta ekki óskað eftir staðfestingu
sýslumanns á samningi um umgengni.
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú fyllt út samning á PDF eyðublaði hér.
Þjónustuaðili
Sýslumenn