Fara beint í efnið

Tónlist

Fjöldamargir tónleikar eru haldnir hér á landi árlega. Einnig eru settar upp óperu- og danssýningar. Hér má finna upplýsingar um tónleika og sýningar.

Tónlist og tónleikar

Fjölbreytt tónlistarlíf er stundað hér á landi. Má þar nefna tónleika einstaklinga, kóra, sönghópa, kammersveita, blásarasveita, sinfóníuhljómsveita, lúðrasveita, djass-, dægur-, popp- og rokkhljómsveita og tónleika tónlistarskóla.

Þegar hljómsveitir og tónlistarhópar bjóða samfellda efnisskrá megin hluta ársins getur almenningur oft keypt áskriftarkort og einnig er boðið upp á afsláttarkort fyrir ýmsa aldurshópa, hópafslætti og aðra afslætti. Frekari upplýsingar fást á vefjum hljómsveita og tónlistarhópa.

tix.is Vefmiðasala á leiksýningar, tónleika, kvikmyndasýningar og fleira 

Ópera og dans

Íslenska óperan hefur verið starfrækt frá 1978 og hafa verið sett upp fjölmörg óperuverk á þeim tíma, bæði eftir innlenda og erlenda höfunda.

Eldri borgarar, öryrkjar, listamenn með félagsskírteini, tónlistarnemendur á efri stigum og hópar fá afslátt á óperusýningar. Nánari upplýsingar má finna á vef Íslensku óperunnar

Íslenski dansflokkurinn er nútímadansflokkur sem setur upp nokkrar sýningar ár hvert. Miðaverð er misjafnt en boðið er upp á ýmiskonar tilboð. Frekari upplýsingar er að finna á vef dansflokksins.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir