Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Styrkir til kaupa á hreinorku eða losunarfríum vöru- og hópferðaökutækjum

Loftslags- og orkusjóður auglýsir styrki til kaupa á hreinorku vöru- og hópbifreiðum:

  1. Hreinorku vörubifreiðar (N2 eða N3)

  2. Hreinorku hópbifreið (M2 eða M3)

Styrkir vegna orkuskipta vöru- og hópbifreiða

Skilyrði og skilmálar

  • Styrkir miðast við nýskráð ökutæki eftir 1. janúar 2025.

  • Staðfesting á pöntun skal berast innan 1 mánaðar frá samþykktu styrkvilyrði.

  • Aðeins ný ökutæki eru styrkhæf. Ökutækin mega ekki vera flutt úr landi.

  • Undanskilin eru ökutæki sem hafa þegar hlotið styrk eða styrkvilyrði.

  • Styrkir eru 33% kaupverðs (án virðisaukaskatts).

  • Hámarksupphæð styrkja miðast við ár nýskráningar og er samkvæmt eftirfarandi viðmiðunartöflu úr reglugerð (1566/2024), með fyrirvara um fjárveitingu á hverjum tíma:

Allar tölur í töflum eru í milljónum króna.

Vörubifreiðar

Flokkun

2025

2026

2027

2028

Lítil vörubifreið (N2) 3,5-7 tonn

5 m.kr.

2,5 m.kr.

0

0

Lítil vörubifreið (N2) 7-12 tonn

10 m.kr.

2,5 m.kr.

2,5 m.kr.

0

Vörubifreið II (N3) 12-18 tonn

10 m.kr.

5 m.kr.

5 m.kr.

2,5 m.kr.

Vörubifreið II (N3) 18-26 tonn

15 m.kr.

10 m.kr.

10 m.kr.

5 m.kr.

Vörubifreið II (N3) >26 tonn

20 m.kr.

15 m.kr.

15 m.kr.

10 m.kr.

Hópferðabílar

Flokkun

2025

2026

2027

2028

M2 (10 farþegar +) < 5 tonn

5 m.kr.

2,5 m.kr.

0

0

M3 (10 farþegar +) > 5 tonn

10 m.kr.

5 m.kr.

5 m.kr.

2,5 m.kr.

Upplýsingar í töflum eru birtar með fyrirvara um reglugerðarbreytingar og villur

Umsóknir

Athugið að ef ætlunin er að sækja um styrk fyrir fleira en eitt ökutæki þarf að senda inn sér umsókn fyrir hvert ökutæki.

Sótt er um hér fyrir ofan.