
Þjónustuaðili
Þjóðleikhúsið
Upplýsingar um starf
Starf
Teymisstjóri leikmunaframleiðslu í Þjóðleikhúsinu
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
16.04.2025
Umsóknarfrestur
28.04.2025
Teymisstjóri leikmunaframleiðslu í Þjóðleikhúsinu
Þjóðleikhúsið er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður þar sem starfsfólk leggur metnað sinn í að skapa jarðveg fyrir nýsköpun og framþróun í sviðslistum og bjóða upp á framúrskarandi leiksýningar.
Þjóðleikhúsið leitar að reynslumiklum og drífandi leiðtoga með brennandi áhuga á starfsemi leikhúsa sem hefur metnað til að láta til sín taka, bæta starfsumhverfi sitt og axla ábyrgð. Starfið felur í sér forystu leikmunateymis við framleiðslu leikmuna á öllum sviðum leikhússins. Teymisstjóri tekur við teikningum og hugmyndum frá leikmyndahöfundum og leiðir hóp leikmunateymis við úrvinnslu og útfærslu á þeim teikningum/hugmyndum. Teymisstjóri starfar með stjórnendum leikhússins að því að tryggja hámarks gæði og hagkvæmni í framleiðslu leikverka leikhússins ásamt því að framfylgja umhverfisstefnu leikhússins.
Þjóðleikhúsið er jafnlaunavottaður vinnustaður þar sem fjölbreyttur og samheldinn hópur starfar. Stofnunin er þátttakandi í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og boðið er upp á hlunnindi svo sem samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna.
Helstu verkefni og ábyrgð
Taka við hugmyndum og teikningum frá leikmyndahöfundum og vera í samtali við þau um efnisval, útfærslur og vinnsluaðferðir
Stýra starfi leikmunateymis og stjórna ferli og samhæfingu við önnur teymi og deildir vegna framleiðslu leikverka á öllum leiksviðum leikhússins
Vinna við framleiðslu og smíði leikmuna
Gæta þess að rekstur leikmunateymis sé ávallt í samræmi við samþykktar forsendur og áætlanir
Sjá til þess að framleiðsluferli og tímaáætlanir í framleiðslu leikmuna haldist.
Stuðla að því að efni og aðföng séu vel nýtt
Leggja sig fram við að kolefnisfótspor við framleiðslu leikmuna sé haldið í lágmarki og sé í samræmi við umhverfisstefnu leikhússins
Sjá um að skipuleggja vinnutíma leikmunateymis og nýta hann á sem hagkvæmastan hátt
Tryggja að öryggi, frágangur og umgengni leikmunateymis og vinnusvæði þess sé til fyrirmyndar
Hæfniskröfur
Þekking og reynsla af starfi í leikhúsi og framleiðslu leikmuna
Reynsla af stjórnun með mannaforráð
Menntun sem nýtist í starfi
Smíðakunnátta
Góð þekking á ólíkri efnisnotkun
Þekking á þrívíddarprentun
Mjög góð skipulagshæfni
Hæfni til að úthluta verkefnum og halda yfirsýn
Góð almenn tölvukunnátta og í notkun á mynd- og ritvinnsluforritum (photoshop/illustrator/word/outlook/excel)
Þekking á algengum teikniforritum eins og Sketchup og Auto CAD
Hæfni til samvinnu í fjölbreyttu teymi þvert á deildir þar sem sveigjanleiki og aðlögunarhæfni er mikilvægur eiginleiki
Hugmyndaauðgi, frumkvæði, útsjónarsemi og áræðni ásamt mikilli hæfni í mannlegum samskiptum
Gott vald á íslensku og/eða ensku
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Vinnutími er á dagvinnutíma alla virka daga
Næsti yfirmaður er forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla
Við ráðningu í störf í Þjóðleikhúsinu er tekið mið af jafnréttisáætlun leikhússins
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst en eigi síðar en 15. ágúst 2025.
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir því hvernig hann uppfyllir hæfnikröfur auglýsingar
Afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um umsagnaraðila frá fyrri störfum
Leikhúsið áskilur sér rétt til að ráða engan uppfylli enginn umsækjandi kröfur.Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.04.2025
Nánari upplýsingar veitir
Tinna Lind Gunnarsdóttir, tinna.l.gunnarsdottir@leikhusid.is
Sími: 5851212

Þjónustuaðili
Þjóðleikhúsið
Upplýsingar um starf
Starf
Teymisstjóri leikmunaframleiðslu í Þjóðleikhúsinu
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
16.04.2025
Umsóknarfrestur
28.04.2025