
Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Upplýsingar um starf
Starf
Sérnám í heilsugæsluhjúkrun
Staðsetning
Norðurland eystra
Starfshlutfall
80%
Starf skráð
16.04.2025
Umsóknarfrestur
28.04.2025
Sérnám í heilsugæsluhjúkrun
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir sérnámsstöðu hjúkrunarfræðings í heilsugæsluhjúkrun hjá stofnuninni. Um er að ræða 80% sérnámsstöðu sem hefst 1. ágúst 2025. Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands. Námið samanstendur af fræðilegu námi við háskólana og klínískra þjálfun á heilsugæslustöð undir handleiðslu lærimeistara. Námið er skipulagt til tveggja ára og lýkur með meistaragráðu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Efla hæfni hjúkrunarfræðinga, meðal annars í þverfaglegu samstarfi á heilsugæslustöð
Móta viðhorf og sýn til þjónustuheilsugæslunnar í komandi framtíð
Veita nemendum tækifæri til að rýna í og innleiða gagnreynda starfshætti í daglegu starfi undir handleiðslu lærimeistara á heilsugæslustöð
Hæfniskröfur
Almennt hjúkrunarleyfi. BS gráða (lágmarkseinkunn 7)
Viðkomandi sé starfandi á heilsugæslustöð
Æskilegt er að viðkomandi hafi a.m.k. eins árs starfsreynslu í heilsugæslu
Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
Jákvæð reynsla og áhugi á teymisvinnu
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Jákvæðni og gott orðspor
Íslenskukunnátta skilyrði
Góð almenn tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast til Sylvíu Daggar Hjörleifsdóttur, mannauðssérfræðings, Hvannavöllum 14, 600 Akureyri.
Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu HSN við ráðningu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Gildi HSN eru: Fagmennska - Samvinna - Virðing.
HSN hefur hlotið jafnlaunavottun og fengið heimild til að nota jafnlaunamerki Jafnréttisstofu.
HSN vill vera framsækin stofnun, eftirsóknarverður vinnustaður og í fararbroddi í heilbrigðisþjónustu og heilbrigðismenntunar á landsbyggðinni. Hlutverk HSN er meðal annars að stuðla að heilbrigði íbúanna með því að veita faglega, samfellda og heildstæða heilbrigðisþjónustu.
Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 28.04.2025
Nánari upplýsingar veitir
Guðný Friðriksdóttir, gudnyf@hsn.is
Sími: 432 4030

Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Upplýsingar um starf
Starf
Sérnám í heilsugæsluhjúkrun
Staðsetning
Norðurland eystra
Starfshlutfall
80%
Starf skráð
16.04.2025
Umsóknarfrestur
28.04.2025