Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Þjóðleik­húsið

Upplýsingar um starf

Starf

Yfirsmiður á smíðaverkstæði Þjóðleikhússins

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

16.04.2025

Umsóknarfrestur

28.04.2025

Yfirsmiður á smíðaverkstæði Þjóðleikhússins

Þjóðleikhúsið er lifandi og kraftmikið leikhús sem á brýnt erindi við fólkið í landinu og setur upp leiksýningar sem hrífa áhorfendur og skemmta, vekja til umhugsunar, endurspegla fjölbreytileika mannlífsins og veita innblástur. Þjóðleikhúsið er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður þar sem starfsfólk leggur metnað sinn í að skapa jarðveg fyrir nýsköpun og framþróun í sviðslistum og bjóða upp á framúrskarandi leiksýningar.

Þjóðleikhúsið leitar að reynslumiklum smiði og verkstjóra með áhuga á starfsemi leikhúsa. Starfið felur í sér smíði leikmynda og verkstjórn á smíðaverkstæði. Verkstjóri á smíðaverkstæði tekur við samþykktum teikningum og leiðir hóp starfsfólks á smíðaverkstæði við smíði skv áætlun.

Þjóðleikhúsið er jafnlaunavottaður vinnustaður þar sem fjölbreyttur og samheldinn hópur starfar. Stofnunin er þátttakandi í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og boðið er upp á hlunnindi svo sem samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Smíði leikmynda

  • Verkstýra daglegum verkefnum á smíðaverkstæði

  • Vinna að útfærslu við smíði leikmynda, efnisval og vinnsluaðferðir í samvinnu við teymisstjóra leikmyndaframleiðslu

  • Taka við samþykktum teikningum frá teymisstjóra leikmyndaframleiðslu, brjóta verkefni niður í verkþætti og skipuleggja framleiðslu/smíði á verkþáttum

  • Sjá til þess að tímaáætlanir við smíði leikmynda haldist

  • Stuðla að því að efni og aðföng séu vel nýtt

  • Leggja sig fram við að kolefnisfótspor við framleiðslu leikmynda sé haldið í lágmarki og sé í samræmi við umhverfisstefnu leikhússins

  • Skipuleggja vinnutíma starfsfólks á smíðaverkstæði og nýta hann á sem hagkvæmastan hátt

  • Tryggja að öryggi, frágangur og umgengni á smíðaverkstæði sé til fyrirmyndar

Hæfniskröfur

  • Mikil reynsla af hverskyns smíðavinnu og þekking á öryggiskröfum

  • Reynsla af verkstjórn

  • Menntun sem nýtist í starfi

  • Reynsla af starfi í leikhúsi og smíði leikmynda er kostur

  • Góð skipulagshæfni

  • Þekking og reynsla af járnsmíði og suðu er kostur

  • Þekking á ólíkum smíðaefnum

  • Hæfni til að meta tímalengd á verkþáttum, úthluta verkefnum og halda yfirsýn

  • Hæfni til að vinna vel í fjölbreyttu teymi og ganga vasklega til verks

  • Góð almenn tölvukunnátta: Outlook, Excel, Word.

  • Þekking á algengum teikniforritum eins og Sketchup og Auto CAD

  • Hugmyndaauðgi, frumkvæði og áræðni ásamt hæfni í mannlegum samskiptum

  • Gott vald á íslensku og/eða ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

  • Vinnutími er á dagvinnutíma alla virka daga en gert ráð fyrir sveigjanlegum vinnutíma þegar leikmyndir fara á svið og við fyrstu skiptingar hverrar leikmyndar á sviði

  • Næsti yfirmaður er teymisstjóri leikmyndaframleiðslu

  • Við ráðningu í störf í Þjóðleikhúsinu er tekið mið af jafnréttisáætlun leikhússins

  • Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst en eigi síðar en 15. ágúst 2025.

  • Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

  • Ferilskrá

  • Kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir því hvernig hann uppfyllir hæfnikröfur auglýsingar

  • Afrit af prófskírteinum

  • Upplýsingar um umsagnaraðila frá fyrri störfum

Leikhúsið áskilur sér rétt til að ráða engan uppfylli enginn umsækjandi kröfur.Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 28.04.2025

Nánari upplýsingar veitir

Tinna Lind Gunnarsdóttir, tinna.l.gunnarsdottir@leikhusid.is

Sími: 5851212

Þjónustuaðili

Þjóðleik­húsið

Upplýsingar um starf

Starf

Yfirsmiður á smíðaverkstæði Þjóðleikhússins

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

16.04.2025

Umsóknarfrestur

28.04.2025